Fara yfir á efnisvæði

Vodafone bannað að kynna þjónustupakka sína sem tilboð

07.01.2010

Fréttamynd

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir því orðalagi Vodafone að kalla þjónustupakka fyrir fyrirframgreidda farsímaþjónustu tilboð.

Í ákvörðun Neytendastofu er Vodafone bannað að kynna þjónustupakka sína sem tilboð ef pakkarnir eru í boði lengur en í sex vikur. Í eðli sínu hafa tilboð mjög takmarkaðan gildistíma og í reglum um útsölur og tilboð er sérstaklega fjallað um að slík sala geti ekki varað lengur en í sex vikur.

Í ákvörðuninni er einnig fjallað um að Vodafone hafi þó ekki brotið gegn ákvæðum laga og reglna um að ekki megi blekkja neytendur með boðum um lægra verð. Verð fyrir þjónustuna í þjónustupökkunum er ávallt lægra en sé þjónustan keypt í stykkjatali.

Vodafone er því heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum þjónustuna í pakka en óheimilt er að kynna pakkana sem tilboð ef þeir eru í boði lengur en í sex vikur.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

 

TIL BAKA