Ákvörðun Neytendastofu staðfest
06.12.2011
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 13/2011 staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 2. maí 2011. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Nýherji hafi með birtingu auglýsinga með fullyrðingunni "betri tölvur" brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með ákvörðuninni bannaði Neytendastofa Nýherja birtingu slíkra auglýsinga.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.