Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

21.01.2013

Neytendastofa sektaði Tal um sjö og hálfa milljón kr. með ákvörðun 23/2012. Sektin var vegna brota á lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og eldri ákvörðunum stofnunarinnar. Brotin voru í sex liðum og fólust meðal annars í því í því að notast við orðið „frítt“ þegar greiða þurfi fyrir aðra þjónustu til þess að fá þá þjónustu sem sögð er „frí“. Neytendastofa hafði tvisvar áður tekið á notkun Tals á orðinu. Í fyrra skiptið var Tal bönnuð notkun á orðinu og í seinna skiptið sektað fyrir sambærilegt brot. Brotin fólust einnig í því að kynna með almennum hætti að neytendur geti lækkað fjarskiptakostnað með því að flytja viðskipti sín yfir til Tal án þess að taka fram að einungis væri átt við kostnað við mánaðargjöld en ekki notkun. Neytendastofa hafði áður bannað sambærilegar auglýsingar Tals.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest niðurstöðu Neytendastofu varðandi brotið en taldi hæfilegt að lækka sekt Tals í fjórar milljónir kr.

Úrskurðinn má lesa í heild sinnihér.

TIL BAKA