Kvörtun Alskila vegna auglýsinga Inkasso
Áfrýjunarnefnd neytendamála lagði fyrir Neytendastofu að taka kvörtun Alskila til nýrrar meðferðar í úrskurði sínum nr. 2/2011. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ákvörðun stofnunarinnar vegna auglýsinga Inkasso um ókeypis þjónustu, dags. 13. desember 2010, hafi byggt á rangri forsendu að mati nefndarinnar.
Ákvörðun Neytendastofu nú byggir á skilningi áfrýjunarnefndar og hafi Inkasso því brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með birtingu auglýsinga um ókeypis þjónustu. Í málinu lá fyrir að Inkasso hafði látið af birtingu umræddra auglýsinga og var því ekki ástæða til frekari aðgerða af hálfu Neytendastofu í málinu.
Kröfum Alskila um að Inkasso yrði gert að birta leiðréttingu á auglýsingum sínum var hafnað með vísan til meðalhófsreglu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér