Seinni heimsókn í húsgagnaverslanir á höfuðborgarsvæðinu
Í janúar sl. kannaði fulltrúi Neytendastofu hvort verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar. Í lok febrúar fylgdi starfsmaður Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri heimsókn. Skoðaðar voru bæði verðmerkingar á húsgögnum og smávöru.
Fimm verslanir höfðu farið að fyrirmælum Neytendastofu. Ein hafði ekki lagfært verðmerkingar en það var verslunin Rúm gott Smiðjuvegi, þar sem allar smávörur voru enn óverðmerktar. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessari verslun sekt fyrir að virða að vettugi fyrirmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skilslóðinn http://neytendastofa.is/