Fara yfir á efnisvæði

Fyrir samningsgerð

Lánveitandi skal sjá neytanda fyrir ýmsum upplýsingum áður en lánssamningur er gerður. Upplýsingarnar skal veita á stöðluðu eyðublaði og afhenda á pappír eða öðrum varanlegum miðli. Þessar upplýsingar eiga að taka mið af þeim óskum sem fram hafa komið hjá neytenda.

Staðlaða eyðublaðið er birt í reglugerð sem ráðherra gefur út. Upplýsingarnar skulu veittar með sama hætti og með sömu uppsetningu og kemur fram í reglugerð nr. 270/2017 um fasteignalán til neytenda.

Til viðbótar við staðlað eyðublað á lánveitandi að veita neytendum upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði. Neytendastofa birtir á heimasíðu sinni skjöl sem lánveitandi á að byggja upplýsingagjöfina á.

Þessar upplýsingar á að afhenda neytanda með eðlilegum fyrirvara svo neytandinn hafi kost á að kynna sér þær og jafnvel bera saman við lánstilboð frá öðrum lánveitanda, áður en hann tekur ákvörðun um lánið. Þá skal lánveitandi eða lánamiðlari, ef við á, útskýra samning um fasteignalán fyrir neytenda til þess að hann geti tekið afstöðu til þess hvort samningurinn sé sniðinn að þörfum hans og fjárhagsstöðu.

Mat á greiðslugetu
Áður en samningur um fasteignalán er gerður á lánveitandi að meta lánshæfi og greiðslugetu neytenda. Þetta er gert til að meta bæði greiðsluvilja og greiðslugetu neytanda og stuðla að ábyrgri lánveitingu svo lánveitendur séu ekki að veita neytendum lán sem þeir geta augljóslega ekki greitt til baka.

Lánshæfis og greiðslumat skal framkvæmt í samræmi við ákvæði laga nr. 118/2016 og reglugerðar sem von á fljótlega nr. xxx/2017.
TIL BAKA