Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar um neytendalán

Gerðar eru sérstakar kröfur til auglýsinga í lögum um neytendalán. Lánveitandi sem setur fram einhverjar forsendur um lánið, t.d. vexti eða kostnað af láninu, þarf að birta ýmsar viðbótarupplýsingar. Í lögunum eru talin upp sex atriði sem fram þurfa að koma: 
        • útlánsvextir ásamt nákvæmri lýsingu á öllum kostnaði, 
        • heildarfjárhæð láns miðað við gefnar forsendur og lánshlutfall, ef við á, 
        • árleg hlutfallstala kostnaðar – ÁHK, 
        • ef við á, gildistími lánssamnings, 
        • staðgreiðsluverð, ef um er að ræða lán í tengslum við kaup á tiltekinni vöru eða þjónustu, 
        • ef við á, heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða og fjárhæð afborgana.
Ákvæðið tekur til auglýsinga og alls kynningarefnis og á því við sama hvar eða hvernig upplýsingar um lánveitinguna eru veittar.
Þá þarf lánveitandinn líka að gæta þess að auglýsingar hans séu í samræmi við lög nr. 57/2005, um óréttmæta viðskiptahætti.
TIL BAKA