Eftirlit með neytendalánum
Neytendastofa hefur eftirlit með lögum um neytendalán. Í því felst að stofnunin fylgist með því hvort lánveitendur séu að virða réttindi neytenda samkvæmt lögunum. Sem eftirlitsstofnun getur Neytendastofa því t.d. farið yfir hvort lánveitandi hafi veitt fullnægjandi upplýsingar um lánið og tekið á því gagnvart lánveitandanum ef það hefur ekki verið gert. Neytendastofa getur hins vegar ekki fjallað um einkaréttarlegan ágreining. Í tilfelli sem þessu gæti stofnunin af þeim sökum ekki sagt til um það hvaða afleiðingar það hafi fyrir einstaka lánssamning ef neytandanum voru ekki veittar fullnægjandi upplýsingar.
Neytendastofa getur lagt sektir á lánveitendur sem brjóta gegn lögunum.
Neytendastofa getur lagt sektir á lánveitendur sem brjóta gegn lögunum.