Framsal og breytingar á pakkaferðum
Framsal og breytingar á pakkaferð fyrir brottför
Ferðamanni er heimilt að framselja samning um pakkaferð og er nú sérstaklega tekið fram að tilkynning, á varanlegum miðli um framsal á samningi um pakkaferð, sem er send eigi síðar en sjö dögum áður en ferð hefst telst alltaf vera með hæfilegum fyrirvara. Skipuleggjandi eða smásali skal tilkynna framseljanda um raunverulegan kostnað vegna framsalsins, sem skal vera hæfilegur og sanngjarn, og leggja fram gögn því til staðfestingar. Skipuleggjanda eða smásala er aðeins heimilt að krefjast greiðslu sem svarar til raunverulegs kostnaðar sem hann verður fyrir vegna framsalsins.
Verðhækkanir á pakkaferð eru aðeins heimilar ef þess er geti í samningi og vegna breytinga á:
• verði farþegaflutninga sem má rekja til breytinga á eldsneytisverðir eða öðrum gjöldum
• sköttum eða gjöldum sem lögð eru á ferðatengda þjónustu sem er innifalin í ferðinni
• gengi erlendra gjaldmiðla sem hafa áhrif á verð.
Þá er verðhækkun er aðeins heimil ef ferðamanni er í samningi um pakkaferð gefinn réttur til verðlækkunar af sömu ástæðum. Skipuleggjandi eða smásali skal tilkynna ferðamanni um allar verðhækkanir með skýrum og greinargóðum hætti, ásamt rökstuðningi fyrir hækkuninni og útreikningi, á varanlegum miðli, eigi síðar en 20 dögum áður en ferð hefst. Í þessu felst að síðustu 20 daga áður en ferð hefst er óheimilt að hækka verðið. Vilji ferðamaður ekki sætta sig við verðhækkun getur hann afpantað ferðina gegn greiðslu hæfilegs afbókunargjalds. Ef verðhækkun er nemur 8% eða meiru er þó um verulega breytingu að ræða og ferðamaður getur krafist fullrar endurgreiðslu innan 14 daga eða að þiggja í staðinn aðra sambærilega pakkaferð.
Skipuleggjandi og smásali geta ekki breytt pakkaferð nema heimild til breytinga komi fram í samningi. Sé gerð breytingu skal án tafar tilkynna ferðamanni, á varanlegum miðli, um fyrirhugaðar breytingar og hvort þær leiða til afsláttar á verði pakkaferðar, frest sem ferðamaður hefur til að svara og hvaða afleiðingar það hefur svari ferðamaður ekki innan frestsins. Ef breytingin telst veruleg og ferðamaður vill afpanta ferðina á hann rétt á fullri endurgreiðslu innan 14 daga eða að þiggja í staðinn aðra sambærilega pakkaferð.