Fara yfir á efnisvæði

Galli í vöru - afsláttur, ný vara afhent

Í lögum um neytendakaup eru reglur sem  veita neytendum lögbundinn rétt til þess að skila vöru sem hann hefur keypt og reynist vera gölluð. Yfirleitt má skila vöru innan allt að 2 árum frá afhendingu vörunnar og stundum innan 5 ára, sé um að ræða vöru sem er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist, enda hafi neytandinn tilkynnt seljanda um gallann án ástæðulauss dráttar.

Í lögum um neytendakaup er einnig að finna nánari reglur um úrræði neytenda, hafi hann keypt vöru sem reynist vera gölluð, sbr. einkum VI. kafli laganna. Í lögunum er að finna reglur um hvenær neytendur geta skilað gallaðri vöru og fengið nýja og ógallað vöru afhenta, hvenær þeir eigi rétt til úrbóta eða afsláttar af kaupverðinu, o.fl.

Komi upp ágreiningur um úrlausn í viðskiptum neytanda og seljanda vöru þá geta neytendur leitað eftir áliti hjá kærunefnd sjá hér.

 

TIL BAKA