Fara yfir á efnisvæði

Stjórnsýslusvið

Stjórnsýslusviði Neytendastofu stýrir forstjóri. Stjórnsýslusvið annast almenna umsjón starfseminnar s.s. fjármál og fjárhagsáætlanir stofnunarinnar, starfsmannamál, gæðastjórnun, útgáfu- og kynningarmál o.fl. Yfirumsjón lögfræðimála er hjá stjórnsýslusviði en mörgum stjórnvaldsúrskurðum Neytendastofu má skjóta til áfrýjunarnefndar neytendamála.

Stefnumótandi áherslur:

  • Fagleg og skjót meðferð mála og þjónusta við viðskiptavini
  • Virk þátttaka í þróun löggjafar og reglna á sviði neytendaverndar
  • Starfsemi Neytendastofu byggi á virkri gæðastjórn sem er faggilt ef það á við
  • Skýrir verkferlar og sérþekking starfsmanna sé vel notuð
  • Upplýsingatæknivædd skráning og varsla gagna
  • Góð og regluleg yfirsýn yfir kostnaðar- og tekjumyndun, ráðstöfun fjármuna
  • Rekstur sé ávallt innan fjárheimilda
TIL BAKA