Fara yfir á efnisvæði

Neytendaréttarsvið

Meginmarkmið Neytendaréttarsviðs er að stuðla að bættum hag neytenda með því að tryggja að réttindi neytenda séu þekkt og virt.

Verkefni Neytendaréttarsviðs eru þessi helst:

  • tryggja að ekkert sé aðhafst sem er óhæfilegt gagnvart neytendum
  • stuðla að því að neytendur hafi sem mestar upplýsingar og yfirsýn yfir markaðinn
  • vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum

Neytendaréttarsviði er falið eftirlit með lögum um:

Mál vegna ofangreindra laga geta hafist eftir ábendingu neytenda, kvörtun keppinauta eða samtaka eða að frumkvæði Neytendastofu.

Neytendum býðst að senda ábendingar til stofnunarinnar, til dæmis með því að skrá sig inn í rafræna þjónustugátt Neytendastofu, senda nafnlausa ábendingu af heimasíðunni, hringja eða senda bréf. Fyrirtæki sem vill fá erindi tekið til meðferðar sendir Neytendastofu skriflegt erindi þar sem málavöxtum er lýst ásamt tilheyrandi gögnum.

Neytendastofa tekur þær ábendingar og erindi sem berast til athugunar og metur hvaða mál séu tekin til sérstakrar meðferðar. Ekki verða allar ábendingar tilefni sérstakrar athugunar og einungis þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta geta orðið aðilar að málum hjá Neytendastofu.

Eftir málsmeðferð á neytendaréttarsviði eru flest málin í þessum málaflokki afgreidd af Neytendastofu með tilmælum, ábendingum eða sátt. Hluta málanna lýkur með formlegri ákvörðun, s.s. þeim sem lýkur með banni, og er þær að finna undir liðnum ákvarðanir hér á vefsvæðinu.

Öllum ákvörðunum Neytendastofu sem teknar eru á grundvelli ofangreindra laga geta málsaðilar skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd. Sjá nánar um áfrýjunarnefnd neytendamála og úrskurði nefndarinnar hér á vefsvæðinu.

 

TIL BAKA