Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingar í auglýsingum

Gerðar eru sérstakar kröfur til auglýsinga um neytendalán. Ef einhverjar forsendur lánsins koma fram í auglýsingum, t.d. vextir, þá þarf líka að birta upplýsingar um: 
        • útlánsvexti ásamt nákvæmri lýsingu á öllum kostnaði, 
        • heildarfjárhæð láns miðað við gefnar forsendur og lánshlutfall, ef við á, 
        • árlega hlutfallstölu kostnaðar – ÁHK, 
        • ef við á, gildistíma lánssamnings, 
        • staðgreiðsluverð, ef um er að ræða lán í tengslum við kaup á tiltekinni vöru eða þjónustu, 
        • ef við á, heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða og fjárhæð afborgana. 

 
TIL BAKA