Innköllun - réttur neytenda
Neytendavörur sem seldar eru og markaðssettar mega ekki valda neytendum hættu og vera í samræmi við grunnkröfur um öryggi neytenda. Framleiðendur og dreifingaraðilar sem vita eða hafa mátt vita að vara sem þeir hafa markaðssett stofni neytendum í hættu eða veruleg áhætta geti fylgt áframhaldandi notkun án frekari öryggisráðstafana eða úrbóta skulu tafarlaust tilkynna það til Neytendastofu, gefa út viðvörun til almennings og afturkalla vöruna af markaðnum. Hætta af völdum vörugalla á framleiðsluvörum getur verið mjög mismunandi. Framleiðanda og dreifingaraðilar bera ábyrgð á vöru sem þeir markaðssetja. Neytendur eftir hættu og öðrum atriðum sem varða vörugalla geta eftir atvikum átt rétt til þess að fá vöru sem er afturkölluð af markaði
• að fullu endurgreidda,
• viðgerð fari fram þeim að kostnaðarlausu,
• þeir fái nýja en ógallaða vöru afhenta í stað þeirrar sem var innkölluð.
Í vissum tilvikum ber framleiðandi og dreifingaraðili ábyrgð á tjóni sem neytendur hefur orðið fyrir í samræmi við ákvæði laga nr. 25/1991, um skaðsemisábyrgð.