Fara yfir á efnisvæði

Norðurorka fær heimild til innra eftirlits með sölumælum

27.12.2011

Norðurorka er þriðja veitan sem fær heimild frá Neytendastofu til þess að nota innra eftirlit með sölumælum í stað löggildinga. Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu afhenti forstjóra Norðurorku, Ágústi Torfa Haukssyni vottorð með heimild til innra eftrilits með raforku- og vatnsmælum á sameiginlegum fundi veitustjóra 1. des. s.l. Með þessu hefur Norðurorka stigið feti framar en Orkubú Vestfjarða og RARIK sem hafa áður fengi heimild til innra eftirlits með raforkumælum.

Veita með innra eftirlit með sölumælum, notar gæðastýringu til þess að fylgjast með mælunum, en þeir eru flokkaðir í söfn samstæðra mæla og ástand safnanna er metið með úrtaksprófunum. Kerfið og rekstur þess eru tekin út árlega af óháðri skoðunarstofu og Neytendastof gefur síðan út vottorð. Neytendastofa fagnar þessari þróun mála hjá veitunum, þegar innra eftirlit er tekið upp til þess að tryggja gott ástand mæla og réttar mælingar.

Neytendastofa óskaði Norðurorku til hamingju með þennan merka áfanga

TIL BAKA