Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd staðfestir verðmerkingarsekt á Nordic Store

31.03.2014

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á Nordic Store fyrir að laga ekki verðmerkingar í versluninni eftir fyrirmæli Neytendastofu. Við skoðun á verðmerkingum gerði Neytendastofa athugasemdir við merkingar á vörum í sýningarglugga. Versluninni var gefið tækifæri til að laga merkingarnar áður en þær yrðu skoðaðar aftur en þar sem það var ekki gert lagði Neytendastofa á sekt.

Nordic Store kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og gerði athugasemdir við að Neytendastofa hafi ekki veitt fullnægjandi leiðbeiningar um það hvernig merkingarnar ættu að vera. Áfrýjunarnefndin fjallar um það í úrskurðinum að skyldan til að verðmerkja sé fortakslaus og Nordic Store geti ekki borið fyrir sig vanþekkingu. Fyrirtækið hafi ekkert aðhafst til að laga verðmerkingar sínar og því var sektarákvörðunin staðfest.

Úrskurð í máli nr. 1/2014 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA