Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Yaris

05.05.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Yaris bifreiðum vegna bilunnar í festingu í mælaborði fyrir stýrissúlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009.

Ef stýrishjóli er endurtekið snúið harkalega í botn til hægri eða vinstri  geta suður á festingu fyrir stýrissúluna brotnað frá burðarbita í mælaborði. Ef suðurnar brotna getur stýrissúlan fallið niður frá mælaborðinu og erfitt verður að stjórna bílnum.

Toyota mun senda bréf vegna þessarar innköllunar til hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA