Fara yfir á efnisvæði

Markaðssetning Bauhaus á Garðkrafti

05.06.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá Fóðurblöndunni yfir markaðssetningu Bauhaus á áburðinum Garðkrafti sem kynntur sé í verslun fyrirtækisins með vörumerkinu „Blákorn“ sem sé skráð eign Fóðurblöndunnar. Slík markaðssetning geti valdið ruglingi.

Bauhaus kveður ástæðuna fyrir þessari framsetningu vera þá að viðskiptavinir Bauhaus og vafalaust fleiri verslana tengi heitið „Blákorn“ ekki endilega við vörumerki Fóðurblöndunnar heldur sé heitið notað sem samheiti yfir allan garðáburð.

Taldi Neytendastofa að notkun á skilti með áletruninni „Blákorn“ við sölustand garðáburðar sem beri annað heiti væri óheimil og til þess fallin að gefa villandi upplýsingar, að valda ruglingi hjá neytendum og hafa áhrif á eftirspurn og því brot á lögum.

Ákvörðunina má lesa í heild hér.

TIL BAKA