Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Bauhaus

08.08.2014

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Bauhaus þar sem fyrirtækið auglýsti lækkað verð á tilteknum vörum án þess að um raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða.

Neytendastofa krafðist þess að Bauhaus færði sönnur á að fjórar vörur, LEIKJAHÚS, LILLEVILLA 70, LILLEVILLA 12 og LILLEVILLA BÍLSKÚR hefðu verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Þegar vara er auglýst á tilboði þarf, auk tilboðsverðsins, að gefa upp fyrra verð vörunnar, það er það verð sem var á vörunni fyrir lækkun. Bauhaus gat ekki að mati Neytendastofu sýnt fram á að tilgreint fyrra verð varanna hafi verið það verð sem vörurnar voru síðast selda á. Var Bauhaus því bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti og var jafnframt gert að greiða fimmhundruð króna stjórnvaldssekt.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA