Fara yfir á efnisvæði

Sýningargluggar illa verðmerktir á Akureyri

15.08.2014

Neytendastofa heimsótti 63 sérvöruverslanir á Akureyri í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum væru í lagi. Athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar í 21 verslun eða 39%. Einnig voru skoðaðar skargripir úr gulli og silfri til að athuga hvort að allar ábyrgðarmerkingar væru í lagi.

Verslunareigendur og starfsmenn þeirra verða að passa upp á að allar vörur séu ávallt verðmerktar hvort sem er inni í verslun eða í sýningarglugga. Vörur eiga að vera verðmerktar allsstaðar þar sem þær eru hafðar til sýnis.

Við skoðun á sýningargluggum kom í ljós að verðmerkingar vantaði hjá 15 verslunum, Heilsuhúsinu, Sportver, Imperial, Fold Anna, Levis, Húsgagnahöllinni, Mössubúð, Christu, Rexín, Svefn og heilsu, Geysi, Veiðivörum, The Pier, Mohawks og Valrós.

Hjá Mohawks og Valrós reyndust verðmerkingarnar inni í verslununum ekki heldur vera í lagi. Það voru átta verslanir þar sem gerðar voru athugasemdir við verðmerkingarnar inni í versluninni. Auk þessarar tveggja fyrrgreindu þá voru það Vodafone, Vélaborg, Jara, Vídd, JB úr og skart og Halldór Ólafsson.

Þær vörur unnar úr eðalmálmum, það er vörur úr gulli, silfri, palladíum og platínum, sem voru skoðaðar reyndust vera með ábyrgðarmerkingar í lagi.

TIL BAKA