Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

09.10.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 163 Suzuki Swift birfreiðum af framleidda árið 2013 og 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að hlífðarhosa á framdempurum er ekki úr réttum efnivið, hún gæti rifnað við daglega notkun ökutækis. Í versta tilfelli gætu leifar úr henni rifið þéttingu framdempara og þeir því farið að leka og akstur ökutækis orðið óþægilegur.

Neytendastofa hvetur bifreiðareigendur til að verða við innkölluninni og að leita til Suzuki bíla hf varðandi frekari upplýsinga.

TIL BAKA