Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á Galdrasett og Galdradót Einars Mikaels

14.11.2014

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli þeirra sem eiga ,,Galdrasett Einars Mikaelsʻʻ eða ,,Galdradót Einars Mikaelsʻʻ að vörurnar innihalda smáhluti sem geta fests í koki og þar með valdið köfnunarhættu hjá börnum. Vörurnar eru því ekki ætlaðar börnum yngri en þriggja ára en slíka viðvörun vantar á umbúðir varanna. Þá vantar einnig CE merkingar á umbúðirnar. ,,Galdrasett Einars Mikaelsʻʻ er ekki lengur fáanlegt en ,,Galdradót Einars Mikaelsʻʻ hefur verið tekið úr sölu og hefur Neytendastofa bannað alla sölu og afhendingu þess en báðar vörurnar voru til sölu í verslunum Hagkaupa.

Neytendastofa vill ítreka að öll leikföng, sem markaðssett eru hér á landi, eiga að vera CE merkt. CE merkið er staðfesting á því að vara sé í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru til hennar í lögum, reglugerðum og stöðlum. Með því að CE merkja vöruna staðfestir framleiðandinn að hann hafi uppfyllt allar viðeigandi lagakröfur, s.s. um öryggi, heilsu og umhverfi.

TIL BAKA