Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar kertastjaka

11.12.2014

FréttamyndTiger hefur innkallað kertastjaka með vörunúmerunum 1002960 og 1002961. Kertastjakarnir eru til í tveimur stærðum, eins og epli sem bitið hefur verið í, með útskornum stjörnum. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar eldhættu sem getur stafað af stjökunum.
Þeir viðskiptavinir Tiger sem verslað hafa þessar vörur eru vinsamlegast beðnir um að koma með þá í eina af fimm verslunum Tiger á Íslandi og skila vörunum gegn fullri endurgreiðslu (ekki er farið fram á að kassakvittun sé framvísað).
Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Tiger í síma 528-8200 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tiger@tiger.is 

TIL BAKA