Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Renault Trafic III bifreiðar

09.03.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 4 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðinni 2014 og 2015. Ástæða innköllunar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á sprungu eða sprungum í festingum sætisgrindar farþegamegin og í suðum á henni. Getur þetta valdið hljóðum og slagi frá sætisgrind ásamt því að sæti getur gengið til.  Samkvæmt tilkynningunni frá BL verður athugað og metið ástand  sætisgrindar og skipta ef þörf er á.

TIL BAKA