Fara yfir á efnisvæði

Útvarpsauglýsing Skeljungs villandi

09.11.2015

Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverzlun Íslands hf. vegna auglýsinga Skeljungs á Orkulyklinum, en í auglýsingunni kom fram fullyrðingin: „[Orkulykillinn] veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“

Í málinu var óumdeilt að þjónustustöðvar Shell buðu ekki ódýrasta eldsneytið á markaði. Taldi Neytendastofa að ríkar kröfur verði að gera til fyrirtækja sem vilja höfða til neytenda á grundvelli verðsamanburðar í auglýsingum.

Að teknu tilliti til þess að fullyrðingu Skeljungs væri hægt að skilja á fleiri en einn veg og þess að notað var efsta stig lýsingarorðs sem og tegundar vörukaupanna og auglýsingamiðilsins sem um ræddi taldi Neytendastofa að auglýsing Skeljungs væri villandi og bryti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Var Skeljungi því bönnuð birting auglýsingarinnar að viðlögðum sektum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA