Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 186 Hyundai bifreiðar

12.11.2015

Lógó HyundaiNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 186 Hyundai I30 bifreiðum, framleiddar frá 1.nóvember 2009 til 30. apríl 2010. Ástæða innköllunarinnar er sú að á sumum i30 (FD) getur stýrið þyngst og EPS ljós kviknað með kóda C1290 á. Endurforrita þarf EPS og eða skipta um rafmagnsstýri.

BL mun hafa samband við þá bifreiðareigendur sem þessi innköllun á við um.

TIL BAKA