Fara yfir á efnisvæði

Áskriftarskilmálar Lifandi vísinda

13.12.2023

Neytendastofu barst ábending frá neytanda vegna skilmála Lifandi vísinda um uppsögn. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir skýringum Lifandi vísinda um samskipti og upplýsingar við sölu áskriftar.

Eftir svör Lifandi vísinda taldi Neytendastofa upplýsingagjöf félagsins ekki vera í samræmi við lagakröfur. Ekki væru veittar fullnægjandi upplýsingar við söluna, staðfesting á samningi ekki send til neytanda og ekki leiðbeint um rétt til að falla frá samningi. Þá taldi gerði stofnunin ennfremur athugasemdir við skilmála áskriftarinnar þar sem ekki var fjallað um rétt neytenda til að segja upp samningi vegna verðbreytinga á áskriftinni.

Upplýsingagjöf og viðskiptahættir Lifandi vísinda hafi ekki verið fullnægjandi og því brotið gegn lögum. Með ákvörðuninni er félaginu gert að bæta upplýsingagjöfina annars skuli greiða dagsektir.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA