Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

13.02.2024

Neytendastofa tók ákvörðun um að Svens hafi brotið gegn auglýsingabanni á nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins. Svens kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar fjallar nefndin um að hún telji meðalhófs hafa verið gætt við setningu laga sem banna auglýsingar á nikótínvörum þrátt fyrir að tjáningarfrelsi Svens og annarra sem selja nikótínvörur hafi verið skert. Hin kærða ákvörðun snúi að kynningu á vörum sem innihaldi ekki nikótín og við skýringu á ákvæðum laganna þurfi að líta til þess að þau feli í sér takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum. Þrátt fyrir það verði einnig að gera ákveðnar kröfur um að ekki fari á milli mála að þær vörur sem auglýstar eru falli utan auglýsingabannsins. Auglýsingar sem geti átt við um bæði nikótínvörur og nikótínlausar vörur verði því taldar falla undir bannið.

Áfrýjunarnefndin fjallar því næst um auglýsingar Svens og kemst að þeirri niðurstöðu að þær séu ekki nægilegar skýrar um að auglýstar vörur séu nikótínlausar og brjóti þar með gegn auglýsingabanni. Þá fjallar nefndin um háttsemi Svens feli brjóti í bága við góða viðskiptahætti.

Ákvörðun Neytendastofu var því staðfest að öllu leyti.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA