Fréttasafn
Fréttir eftir árum
7.4.2025
Fullyrðingar um virkni NatPat plástra
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga Sif Verslunar ehf., rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um virkni NatPat plástra sem félagið selur.
Meira3.4.2025
Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Arnarlaxi vegna fullyrðinga um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins.
Meira20.3.2025
Ákvarðanir vegna upplýsinga á netverslunum með reiðhjól
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Erninum Hjólum, rekstraraðila netverslunarinnar orninn.is, og Cintamani, rekstraraðila netverslunarinnar gap.is.
Meira18.3.2025
Ný gögn sýna að neytendur bera mikið traust til seljenda en hættur í netviðskiptum eru enn til staðar
Í tilefni af Alþjóðlegum degi neytenda hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt skorkort ársins 2025. Skorkortið sýnir að 68% neytenda í Evrópu treysta því að vörur sem þeir kaupa séu öruggar auk þess sem 70% treysta því að seljendur virði réttindi þeirra. Hins vegar sýna gögnin einnig að hættur eru enn til staðar við netviðskipti.
Meira10.3.2025
Nærri helmingur seljenda notaðra vara á netinu veita neytendum ekki réttar upplýsingar um skilarétt.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti fyrir helgi niðurstöður skimunar (e. sweep) á netverslunum sem selja notaðar vörur (e. second hand), svo sem föt, raftæki og leikföng.
Meira4.3.2025
Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Skýjaborgum ehf., Zolo og dætrum ehf. og Samkaupum hf.
Meira13.2.2025
Landsréttur staðfestir úrskurð áfrýjunarnefndar
Landsréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála og þar með ákvörðun Neytendastofu vegna upplýsingagjafar Íslandsbanka í lánssamningi um neytendalán og stöðluðu eyðublaði.
Meira5.2.2025
Auglýsingar Happyworld á fisflugi bannaðar
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Happyworld ehf. vegna auglýsinga á fisflugi. Mál Neytendastofu hófst með ábendingu frá Samgöngustofu þar sem tekið var fram að óheimilt væri að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Þá er einnig óheimilt að fljúga fisi í atvinnuskyni, til flutninga- og verkflugs, sem og til annarra starfa að frátöldu flugi til kennslu, þjálfunar og próftöku. Í umræddri auglýsingu félagsins var hins vegar boðið upp á útsýnisflug með fisi gegn gjaldi sem samkvæmt framangreindu er óheimilt.
Meira3.2.2025
Merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum
Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur nú lokið fimm ákvörðunum tengdum skoðuninni.
Meira27.1.2025
Röng upplýsingagjöf Tripical til ferðamanna
Neytendastofa gerði athugasemdir við upplýsingagjöf Tripical til ferðamanna áður en þeir keyptu pakkaferð.
Meira14.1.2025
Úttekt á skilmálum unaðsvöruverslana lokið
Neytendastofa hefur haft til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart sex verslunum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart fjórum verslunum til viðbótar en þær verslanir lagfærðu skilmála sína undir rekstri málanna.
Meira