Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

1.7.2022

Graníthöllin sektuð

Neytendastofu barst ábending um að Graníthöllinn ehf. hafi auglýst verðlækkanir í lengri tíma en sex vikur og að ákveðnar vörur hafi aldrei verið seldar á því fyrra verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Í kjölfar ábendingarinnar sendi stofnunin bréf til félagsins þar sem óskað var skýringa og athugasemda.
Meira
30.6.2022

Norrænar eftirlitsstofnanir leggi áherslu á hagsmuni neytenda í stafrænu umhverfi

Neytendastofa fundaði með fulltrúum annarra neytendastofnana frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð í júní þar sem rædd voru vandamál neytenda og aðferðafræði stofnananna við eftirlit vegna rafrænna viðskipta.
Meira
23.6.2022

Drög að nýjum leiðbeiningum Neytendastofu um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum

Neytendastofa vinnur að uppfærslu leiðbeininga um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum og birtir hér drög að leiðbeiningum til umsagnar.
Meira
22.6.2022

Orkusalan ehf. sektuð

Neytendastofu barst kvörtun frá Orku Náttúrunnar ohf. (ON) vegna viðskiptahátta Orkusölunnar ehf. Málið varðaði annars vegar flutning tiltekinna viðskiptavina ON yfir til Orkusölunnar án fyrirliggjandi samþykkis viðskiptavinanna og hins vegar upplýsingagjöf Orkusölunnar til nýrra viðskiptavina.
Meira
27.5.2022

Auglýsingar Aventuraholidays

Neytendastofu barst ábending um auglýsingar Aventuraholidays. Í ábendingunni voru gerðar athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingarnar „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir þér bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði.“
Meira
25.5.2022

Auglýsingar um fría heimsendingu

Neytendastofa tók til skoðunar auglýsingar Nettó um fría heimsendingu ef verslað væri fyrir meira en 5.000 kr. Í ákvörðuninni er um það fjallað að stofnunin geri ekki athugasemdir við það þó fyrirtæki bjóði neytendum kaupauka. Til þess að unnt sé að kynna kaupauka með orðinu „frítt“ þarf hann sannanlega að vera neytendum að kostnaðarlausu, allar forsendur að koma skýrt fram og neytendum ekki veittar villandi upplýsingar með öðrum hætti.
Meira
4.5.2022

Auglýsingar um tilboð á notuðum bílum

Neytendastofa skoðaði vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar var að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bifreiðum án þess að fram kæmi fyrra verð. Skoðaðar voru 72 vefsíður og kom í ljós að tilefni var til athugasemda við 53 þeirra.
Meira
27.4.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa tók á síðasta ári ákvörðun gagnvart Cromwell Rugs vegna auglýsinga félagsins um verðlækkun. Neytendastofa tók fyrst bráðabirgðaákvörðun þar sem lagt var bann við háttseminni meðan málið var til meðferðar. Í framhaldinu var tekin stjórnvaldsákvörðun þar sem lögð var 3.000.000 kr. stjórnvaldssekt á Cromwell Rugs því félagið sýndi ekki fram á að verðlækkunin væri rauðveruleg og sannaði ekki fullyrðingar tengdar henni.
Meira
26.4.2022

Sektarákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Gulla Arnar ehf. fyrir skort á verðmerkingum í bakaríinu.
Meira
26.4.2022

Ákvörðun um að hafna endurupptöku felld úr gildi

Neytendastofu barst krafa frá Orku ehf. um að taka til meðferðar kvörtun yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka.is. Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála höfðu áður fjallað um notkun Poulsen á léninu og því leit Neytendastofa á að nýja kvörtunin væri beiðni um endurupptöku málsins. Var endurupptöku hafnað þar sem skilyrði stjórnsýslulaga til endurupptöku þóttu ekki uppfyllt.
Meira
6.4.2022

Nýjar leiðbeinandi reglur Neytendastofu

Neytendastofa hefur nú gefið út leiðbeinandi reglur um upplýsingar seljanda við fjarsölu sem eru ætlaðar öllum þeim sem selja vörur t.d. á netinu.
Meira
4.4.2022

Cromwell Rugs sektað

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Cromwell Rugs ehf. hafi í auglýsingum sínum viðhaft viðskiptahætti sem væru óréttmætir.
Meira
29.3.2022

Upplýsingar í auglýsingum NúNú lána ehf. um neytendalán

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsinga NúNú lána ehf. Ábendingarnar snéru annars vegar að auglýsingu félagsins og hins vegar upplýsingagjöf á vefsíðu þess.
Meira
21.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa taldi BPO Innheimtu hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með innheimtu krafna sem tilkomnar voru vegna smálánaskulda. Í ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að birting krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna bryti í bága við góða viðskiptahætti. Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði félaginu að viðhafa þessa viðskiptahætti og lagði á það stjórnvaldssekt.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest Skanva

Neytendastofa sektaði Skanva fyrir brot á útsölureglum og eldri ákvörðun stofnunarinnar með kynningum um 35% lægra netverð. Neytendastofa fór fram á að félagið sannaði að verðlækkunin væri raunveruleg en Skanva lagði ekki fram fullnægjandi gögn eða sýndi fram á það með öðrum fullnægjandi hætti að vörurnar hefðu verið seldar á hærra verði áður en verð þeirra lækkaði.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði bann við sölu og afhendingu á kertum sem seld voru í verslunum Samkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi kertanna.
Meira
25.2.2022

Drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu

Neytendastofa hefur sett upp drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu. Í leiðbeiningunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljenda þegar vara eða þjónusta er boðin til sölu t.d. á netinu. Leiðbeiningarnar byggja á ákvæðum laga um neytendasamninga, laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Meira
8.2.2022

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvistinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Meira
25.1.2022

Viðskiptahættir Stóru bílasölunnar ehf.

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Stóru bílasölunnar ehf. um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingar félagsins „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ ásamt verðsamanburð við ótilgreint listaverð hjá umboði.
Meira
21.1.2022

Frávísun mála – Málsmeðferð Neytendastofu

Neytendastofa vísaði 11 erindum frá án eflislegrar meðferðar á árinu 2021 sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Fjölgun frávísunar mála á rætur að rekja til lagabreytingar sem gerð var árið 2020 sem kveður á um að Neytendastofa ákveði hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar.
Meira
17.1.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Flekaskilum ehf. Í erindinu var kvartað yfir auglýsingum keppinautar á hótelbókunarkerfi.
Meira
TIL BAKA