Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.4.2020

Sala á partíbyssu bönnuð hjá Slysavarnarfélaginu

Neytendastofa fór í eftirlit á skoteldamarkað Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grandagarði 1. Kom í ljós að partíbyssa var markaðssett án þess að vera með réttar merkingar. Var í framhaldi óskað eftir gögnum um vörurnar þar sem auk merkinga þá mega skoteldar ekki samkvæmt skoteldastöðlum vera að formi til eins og byssa.
Meira
29.4.2020

Hagkaup shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hagkaup um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heita "Creepy Slime" og "Whoopee Putty" frá framleiðandanum Toi-toys. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
28.4.2020

Kids Cool shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kids Cool Shop um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Gas Maker" frá framleiðandanum Robetoy . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
27.4.2020

A4 innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá A4 ehf um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Shimmagoo Green" frá framleiðandanum Goobands . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
27.4.2020

Askja innkallar A-Class vegna Takta loftpúða.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 93 Mercedes-Benz A-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að við ákveðin loftslagsskilyrði gætu loftpúðar frá Takata ekki virkað sem skyldi.
Meira
24.4.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af C-Class, CLK, E-Class og CLS gerð. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líming á topplúgu sé ófullnægjand
Meira
22.4.2020

Neytendastofa kannaði leikfangaslím

Flabby Funky Slime - Boron of mikið
Neytendastofa fylgdi eftir evrópsku samstarfsverkefni sem gert var árið 2019 þar sem skoðað var öryggi leikfangaslíms. Fulltrúi Neytendastofu kannaði markaðinn á leikfangaslími og skoðaði um 80 tegundir. Skoðaðar voru merkingar, umbúðir en tilgangur þessa verkefnis var að sannprófa innihaldslýsingar leikfangaslíma
Meira
21.4.2020

Auðkennið ATARNA

Neytendastofu barst kvörtun frá Atarna slf. yfir notkun Hljómsveitarinnar Atarna á auðkenninu ATARNA. Í kvörtun kom fram að félagið teldi ruglingshættu milli aðilanna enda hafi félagið komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum.
Meira
20.4.2020

Merkingar á vörum Espiflatar

Neytendastofa barst kvörtun frá Félagi atvinnurekanda vegna notkunar garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Taldi Félag atvinnurekanda að um villandi markaðssetningu væri að ræða þar sem finna mætti jurtir og blöð í vöndunum sem væru ekki íslensk.
Meira
15.4.2020

Hættulegar innkallaðar vörur enn til sölu!

Neytendastofa vill vekja athygli á að þrátt fyrir að Kids2 vöggu/stóll hafi verið innkallaður á síðasta ári í kjölfar frétta af 73 dauðsföllum á kornabörnum reyndist hann enn vera til sölu á þremur vefsíðum. Stóllinn var innkallaður vegna hættu á köfnun hjá ungabörnum. Nú á að vera búið að loka á sölu á vörunni.
Meira
7.4.2020

Hættuleg BIBS snuð

BiBS snuð
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga út af BIBS snuðum. Snuðin hafa verið seld án umbúða, viðvarana og leiðbeininga sem eiga að fylgja snuðunum. Verslanir sem Neytendastofa hefur haft vitneskju um að selt hafi snuðin hafa tekið þau úr sölu. Neytendastofu berast þó en ábendingar um verslanir sem eru að selja snuðin.
Meira
7.4.2020

Fyrra verð á vefsíðunni tunglskin.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Padel Ísland ehf., rekstraraðila vefsíðunnar tunglskin.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á verði sem kom fram sem fyrra verð. Í svari Padel Ísland kom m.a. fram að félagið gæti ekki fært sönnur fyrir því að vörur á vefsíðu félagsins hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.
Meira
3.4.2020

Ákvarðanir um pakkaferðir á tímum COVID-19

Neytendastofa hefur tekið þrjár ákvarðanir um réttindi ferðamanna gagnvart Ferðaskrifstofu Íslands, Feria (Vita) og Heimsferðum Í þeim er til umfjöllunar kom hvort ferðamenn gætu afpantað ferðir hjá félögunum án greiðslu þóknunar. Ferðirnar sem til álita koma í ákvörðununum voru allar til Spánar á þeim tíma sem Spánn hafði verið skilgreint sem hááhættusvæði, útgöngubann var í gildi á Spáni og ljóst var að ferðamenn yrðu að sæta tveggja vikna sóttkví við heimkomu.
Meira
2.4.2020

Pakkaferðir – leiðbeiningar Neytendastofu vegna aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19

Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða vegna COVID-19. Með leiðbeiningum þessum vill Neytendastofa skýra stöðu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda eða smásala pakkaferða vegna afpöntunar eða aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19
Meira
2.4.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Húsasmiðjuna um 400.000 kr. með ákvörðun nr. 42/2019 fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttar í Tax Free auglýsingum sínum.
Meira
TIL BAKA