Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

21.3.2013

Tilkynning varðandi Iron Gym

Mynd með frétt
Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda um að hættulegt æfingatæki væri á markaðnum. Um er að ræða Iron Gym upphífingastöng sem seld er í versluninni Hreysti. Kvörtunin barst í kjölfar slyss sem varð þegar notandi féll aftur fyrir sig við það að tækið losnaði af dyrakarmi.
Meira
19.3.2013

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Megane II Estate. Um er að ræða 236 bifreiðar árgerð 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er sú að
Meira
18.3.2013

Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar

Kvartað var til Neytendastofu vegna meintu broti Miðlunar ehf. á ákvæðum laga um húsgöngu og fjarsölusamninga sem kveða á um bann við notkun á tilteknum fjarskiptaaðferðum. Með bréfi, dags. 6. september 2012, tók Neytendastofa þá ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu
Meira
15.3.2013

Bankaþjónusta kemur verst út í skorkorti neytenda

Mynd með frétt
Skorkort neytendamála fyrir árið 2012 sýnir að Evrópskir neytendur eru óánægðir með hvernig ýmsir markaði starfa. Þeir þjónustumarkaðir sem komu hvað verst út eru bankaþjónusta, fjarskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn. Þriðja árið í röð eru markaður með fjárfestingar, veðlán og húsnæðismarkaður á botninum. Væntingum neytenda virðist
Meira
14.3.2013

Must Visit Iceland ehf. heimilt að nota auðkennið ICE LAGOON

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun Must Visit Iceland ehf. á auðkenninu ICE LAGOON. Stofnuninni barst kvörtun frá Jökulsárlóni ehf. þar sem félagið taldi sig eiga einkarétt á auðkenninu og því væri Must Visit Iceland ehf. bannað að nota það.
Meira
8.3.2013

Kvörtun Atvinnueignar vegna firmanafns og léns

Atvinnueign leitaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Leiguumsjónar á firmanafninu Atvinnueignir.
Meira
8.3.2013

Rafhjól innkallar rafhlöður fyrir rafhjólabúnað

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rafhjól ehf. um innköllun á rafhlöðum sem notuð eru í rafhjólabúnað á reiðhjólum.
Meira
5.3.2013

Neytendastofa sektar Betra bak

Neytendastofa hefur lagt 1.500.000 stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst heilsudýnur á tilboðsverði lengur en heimilt er Betra bak hafði boðið Tempur heilsudýnur á lækkuðu verði samfellt
Meira
5.3.2013

Lénið leikjavaktin.is

Skynet ehf. sem rekur vefsíðuna vaktin.is kvartaði yfir skráningu og notkun Paintball ehf. á léninu leikjavaktin.is. Í kvörtuninni kemur fram að Skynet telji að neytendur muni álíta að tengsl séu á milli leikjavaktin.is og vaktin.is sem muni hafa slæm áhrif á vaktin.is.
Meira
1.3.2013

Neytendastofa bannar Kringlunni að nota fullyrðinguna „Stærsta útsala landsins“.

Neytendastofu barst kvörtun frá Smáralind vegna notkunar Kringlunnar á fullyrðingunni „Stærsta útsala landsins“ í auglýsingum um útsölu fyrirtækja í Kringlunni.
Meira
TIL BAKA