Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.11.2016

Veitur ehf. fá vottað innra eftirlit veitumæla.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti Veitum ehf. dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur í sumar, eftir úttekt, heimild til að nota innra eftirlit til að sinna reglubundnu eftirliti með veitumælum fyrirtækisins. Fljótlega eftir að Veitur ehf. keyptu af Frumherja alla veitumæla sem notaðir eru á veitusvæði þess var ákveðið að reglubundið eftirlit með veitumælunum yrði samkvæmt innra eftirliti
Meira
24.11.2016

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir brot gegn útsölureglum. Um var að ræða auglýsingabækling þar sem ranglega var gefið til kynna að allar vörur í bæklingnum væru á tilboði auk þess sem upplýsingar vantaði um fyrra verð á þeim vörum í bæklingum sem raunverulega voru á tilboði. Í tilefni brotsins lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið.
Meira
18.11.2016

BL ehf. innkallar Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 88 Subaru bifreiðum af gerðinni Legacy/Outback , framleiðsluár 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er vegna þess að hlíf á þurrkumótor getur bráðnað, skipta þarf um hlífina.
Meira
16.11.2016

Neytendastofa sektar 1909, Múla og Hraðpeninga

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart E-content, rekstraraðila 1909, Múla og Hraðpeninga vegna upplýsinga um kostnað í tengslum við lán. Niðurstaða Neytendastofu var sú að brotið hafði verið gegn lögum um neytendalán og var stjórnvaldssekt því lögð á fyrirtækið.
Meira
15.11.2016

Toyota innkallar bifreiðar vegna Takata loftpúða

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um viðbót á innköllun vegna loftpúða í stýri og hjá farþega í framsæti frá Takata.
Meira
11.11.2016

Neytendastofa verður lokuð í dag

Neytendastofa verður lokuð í dag, föstudaginn 11. nóvember, vegna starfsdags.
Meira
10.11.2016

Neytendastofa skoðar hraða nettenginga til neytenda

Neytendastofu hafa borist mörg erindi frá neytendum varðandi hraða nettenginga og auglýsingar fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu sem þau eru að bjóða neytendum. Af þessari ástæðu hefur Neytendastofa sent Póst- og fjarskiptastofnun beiðni um að PFS upplýsi stofnunina um hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á Interneti eða breiðbandstengingum sem auglýstur er.
Meira
10.11.2016

Rafræn skilríki – neytendur bera ábyrgð á PIN

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 35/2016 þar sem einstaklingur einstaklingur til Neytendastofu vegna meints öryggisgalla rafrænna skilríkja sem fyrirtækið Auðkenni gefur út til notkunar í farsímum. Í kvörtun neytanda var bent á að unnt væri að komast yfir PIN númer með ólögmætum hætti með því að fá farsíma einstaklings að láni í tvígang
Meira
TIL BAKA