Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.9.2009
Himnesku ehf. bönnuð notkun firmaheitis, vörumerkja og léns
Neytendastofa hefur bannað Himnesku ehf. notkun firmaheitisins Himneskt, vörumerkjanna HIMNESK og HIMNESKT og lénsins himnesk.is.
Meira29.9.2009
Athugun á verðmerkingum í Borganesi
Þann 8. september sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga verslana í Borganesi. Farið var í 21 verslun, sérverslanir, bakarí, hárgreiðslu- og snyrtistofur, bensínafgreiðslustöðvar og matvöruverslanir.
Meira29.9.2009
Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við gengisútreikninga á kreditkortareikningi
Stofnuninni barst kvörtun vegna gengisútreikninga á erlendum hraðbankaúttektum sem framkvæmdar voru í byrjun október 2008. Á vefsíðum kreditkortafyrirtækjanna kom fram fullyrðing um að kreditkort sé greiðslumiðill líkt og seðlar
Meira28.9.2009
Neytendastofa víkur til hliðar breytingu á samningsskilmála bílasamnings
Tilefni ákvörðunarinnar var ábending frá neytanda þar sem fram kom að SP-Fjármögnun byði viðskiptavinum sínum að gera breytingar á skilmálum samningsins vegna greiðsluerfiðleika.
Meira23.9.2009
Íslenska gámafélaginu gert að afskrá lénið gamur.is hjá ISNIC
Gámaþjónustan kvartaði yfir skráningu og notkun Íslenska gámafélagsins á léninu gamur.is. Gámaþjónustan hafi átt lénið gamar.is frá 1998 en Íslenska gámafélagið hafi skráð lénið gamur.is í mars 2000.
Meira23.9.2009
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir vegna léna.
Íslenska gámafélagið kvartaði yfir skráningu og notkun Gámaþjónustunnar á lénunum grænatunnan.is og graenatunnan.is.
Meira18.9.2009
Athugun á verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu
Dagana 25 - 27. ágúst sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 53 bakaríum í eigu 24 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Meira18.9.2009
Verðmerkingar hjá líkamsræktarstöðvum
Í byrjun september fóru starfsmenn Neytendastofu í líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og athuguðu ástand verðmerkinga. Farið var í 21 stöð á höfuðborgarsvæðinu í eigu 15 fyrirtækja.
Meira17.9.2009
Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 25-28.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira9.9.2009
Athugun Neytendastofu á sölu raftækja á Netinu
Neytendastofa tekur þátt í samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, sbr. ákvæði laga nr. 56/2007. Einn þátturinn í samstarfinu eru samræmdar aðgerðir á ýmsum afmörkuðum sviðum viðskiptalífsins, á ensku nefnt „sweep“.
Meira4.9.2009
Námskeið til löggildingar vigtarmanna
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Neytendastofu, Borgartúni 21. dagana 5., 6. og 7. október 2009. Endurmenntunarnámskeið verður haldið 12. október.
Meira3.9.2009
Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 23-33
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira1.9.2009
Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu
Dagana 13. og 14. maí 2009 fór fram árleg UKAS úttekt á kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Úttektin snýst einkum um að kanna hvort þjónustan standist kröfur ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunar- og/eða prófunarstofur
Meira