Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.9.2013
Könnun Neytendastofu á þyngd forpakkninga.
Neytendastofa gerði könnu á þyngd forpakkninga frá 17 framleiðendum. Framkvæmd var úrtaksvigtun, þar sem skoðað var hvort raunveruleg þyngd vöru væri í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Skoðaðar voru 24 ólíkar vörutegundir og má þar nefna: kæfu, skinku, pepperoni, osta, gos, bökunarvörur, brauð, salat og pylsur.
Meira27.9.2013
BL ehf. innkallar Land Rover bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Land Rover bifreiðum, Freelander og Evogue. Um er að ræða 25 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur orðið vart við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði(um 4% bifreiðanna).
Meira26.9.2013
Haustnámskeið vigtarmanna
Almennt vigtarmannanámskeið verður haldið 7. - 9. október 2013. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. október kl. 9:30 að Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Aðilar sem fengið hafa bráðabirgðalöggildingu í sumar eru með réttindi
Meira26.9.2013
Eftirfylgni eftirlits á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði
Þann 5. September sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirfylgni hjá fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði. Farið var í 10 fyrirtæki, 2 matvöruverslanir, 2 sérvöruverslanir og 6 veitingastaði.
Meira25.9.2013
Verðmerkingar í miðbæ Reykjavíkur
Verslunareigendur eru skyldugir til að hafa verðmerkingar skýrar og vel sýnilegar bæði inni í verslun og í sýningargluggum. Dagana 12. – 22 ágúst sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í 119 verslanir og skoðað hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Verðmerkingar voru ekki í lagi í 17 verslunum. Það voru verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr.
Meira23.9.2013
Tímabundið sölubann á leikföng
Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.
Meira20.9.2013
Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi
Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu
Meira19.9.2013
Firmaheitið istore bannað
Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami aðili rekur eru í samkeppni við verslunina iStore.
Meira18.9.2013
Verðmerkingar í Kringlunni
Í byrjun júlí heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 108 sérvöruverslanir Kringlunnar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Reyndust 10 verslanir ekki vera með verðmerkingarnar í lagi. Í byrjun september var athugað hvort verslanirnar
Meira9.9.2013
Eftirlit með vogum í matvöruverslunum
Neytendastofa hefur skoðað undanfarið ástand löggildingar voga í matvöruverslunum. Þar er átt við vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru til verðlagningar í verslunum á tveggja ára fresti. Við löggildingu á vogum er sannreynt að vogin sé að vigta rétt.
Meira4.9.2013
Toyota innkallar Lexus bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreiðar af gerðinni Lexus RX400h
Meira