Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

24.2.2021

Samanburðarauglýsingar Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsinga Múrbúðarinnar ehf. Kvörtun Húsasmiðjunnar laut að auglýsingum sem fram komu á fésbókarsíðu Múrbúðarinnar þar sem Colorex málning var auglýst með 20% afslætti fram að páskum. Í auglýsingunni var gerður verðsamanburður á Colorex málningu frá Múrbúðinni og Lady 10 málningu frá Húsasmiðjunni og þau verð borin saman við verð á málningu erlendis. Var það mat Húsasmiðjunnar að auglýsingar Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar komu fram væru villandi og að um ólögmætar samanburðarauglýsingar væri að ræða.
Meira
24.2.2021

Bílaumboðið Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
Meira
22.2.2021

Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
Meira
18.2.2021

Flying Tiger Copenhagen innkallar tréleikfangabíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.
Meira
18.2.2021

Brimborg ehf innkallar 44 Ford Mondeo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
Meira
17.2.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 51 Toyota Proace bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
Meira
11.2.2021

Um helmingur „grænna“ fullyrðinga fyrirtækja órökstuddar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður úr fyrstu samræmdu skimun á vefsíðum þar sem fram koma fullyrðingar um umhverfisvænar vörur og/eða þjónustu. Verkefnið var unnið í samstarfi við systurstofnanir Neytendastofu í Evrópu. Neytendastofa tók þátt í verkefninu líkt og stofnunin hefur gert undanfarin ár.
Meira
11.2.2021

Bílasmiðurinn innkallar Recaro bílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bílstólum frá Recaro. Um er að ræða 17 stóla, Recaro Tian Core og Recaro Tian Elite sem gætu verið með gallaðar festingarólar. Umræddir stólar voru framleiddir frá júní 2020 og til október 2020. Kaupendur umræddra stóla eru hvattir til að skila þeim til Bílasmiðsins og fá nýja stóla.
Meira
5.2.2021

Fullyrðingar Kiwisun um virkni ljósabekkja

Neytendastofu barst ábending vegna kynninga Kiwisun sólbaðsstofu um virkni ljósbekkja fyrirtækisins. Var þar fullyrt að 3UV ljósin í ljósabekkjunum verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Einnig kom fram að 3UV ljósin veiti meira D-vítamín auk þess sem græni liturinn á ljósinu geti dregið úr streitu og veiti þannig afslöppun og hugarróandi reynslu.
Meira
TIL BAKA