Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

25.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 12/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að innheimta Fasteignasölunnar Fasteign.is á umsýslugjaldi úr hendi kaupanda fasteignar án þess að gera um það sérstakan samning brjóti gegn ákvæðum 5. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
Meira
24.10.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir ákvörðun Neytendastofu úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 3/2006 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006. Neytendastofa hafði lagt fyrir Nýherja hf. að láta afskrá lénið fartolva.is þar sem skráning og notkun lénsins bryti gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
Meira
23.10.2006

Hættulegur fylgihlutur barnajakka

Innköllun á hættulegum áttavita sem fylgir barnajökkum fer nú fram á vegum H&M. Ástæða innköllunarinnar er að sú að hætta er á að áttavitinn geti brotnað í smærri hluta sem getur skapað köfnunarhættu ef börn setja þá upp í sig. Í áttavitanum er einnig vökvi sem getur verið skaðlegur börnum. Jakkinn hefur ekki verið seldur hér á landi.
Meira
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2006

Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf.
Meira
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2006

Neytendastofa hefur bannað Europro ehf. alla notkun tilboðsblaða, pöntunarblaða og vörulista fyrirtækisins í núverandi formi í kjölfar kvörtunar Würth á Íslandi ehf.
Meira
16.10.2006

Yfirgripsmikil úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði á verkstæðum

Úttekt Neytendastofu leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði á íslenskum verkstæðum er víða ábótavant. Gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í nær öllum verkstæðum sem skoðuð voru, eða í 91% tilvika
Meira
12.10.2006

Skýrsla nefndar um neysluviðmið

Starfshópur, sem skipaður var af viðskiptaráðherra árið 2004 til þess að leita svara við þeirri spurningu „hvort framkvæmanlegt sé að semja neysluviðmið fyrir Ísland og hverjir séu kostir þess og gallar“, hefur skilað áliti sínu.
Meira
TIL BAKA