Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

29.4.2021

Askja ehf innkallar 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.
Meira
20.4.2021

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.
Meira
14.4.2021

Innköllun á klifurgrind/Pikler hjá Amarg.is

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá vefsíðunni Amarg.is um innköllun á klifurgrind eða Pikler sem vefverslunin var með í sölu. Var klifurgrindin framleidd af fyrirtækinu Fjalla Steini ehf.
Meira
8.4.2021

Verðlækkun Deal happy villandi

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna tilboða sem auglýst voru á vefsíðunni dealhappy.is. Í ábendingunum var kvartað yfir að á vefsíðunni væru vörur auglýstar með afslætti þrátt fyrir að hafa aldrei verið til sölu á auglýstu fyrra verði enda hefði vefsíðan fyrst verið tekin í notkun skömmu áður en tilboð voru auglýst. Við skoðun Neytendastofu á vefsíðunni kom einnig í ljós að klukka
Meira
7.4.2021

Markaðssetning Ísbúðar Garðabæjar á skálum og drykkjum

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Í kvörtuninni kom fram að Ísey Skyr Bar telji markaðssetninguna brjóta gegn góðum viðskiptaháttum þar sem uppskriftir og heiti réttanna séu mjög lík vörum Ísey Skyr Bars sem og kynning á heimasíðu Ísbúðar Garðabæjar.
Meira
6.4.2021

Líftækni innkallar dr. Frei andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Líftækni ehf. um innköllun á andlitsgrímum sem markaðssettar voru sem CE merktar persónuhlífar framleiddar af fyrirtækinu Medtex Swiss ltd. Grímurnar hafa verið seldar undir vörumerkinu dr.Frei Protect og eru af gerðinni FFP2, sjá meðfylgjandi myndir. Andlitsgrímurnar voru fluttar inn af Líftækni ehf. og seldar í apótekum Lyfju, Lyf og heilsu, Apótekarans, Lyfjavals og Lyfjavers.
Meira
TIL BAKA