Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.9.2021

Tilkynning vegna sparibauka hjá Landsbankanum

Mynd með frétt
Neytendastofa fékk ábendingu um að Sprota sparibaukar sem Landsbankinn afhendir börnum geti verið hættulegir. Baukurinn var ranglega CE-merktur sem leikfang af framleiðanda baukanna, Trix vöruþróun ehf. Baukarnir eru ekki ætlaðir við leik barna, enda kann smámynt að detta úr bauknum og getur það valdið köfnunarhættu hjá börnum.
Meira
30.9.2021

Innköllun og bann við sölu á leikfangalest hjá Kids Coolshop

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á leikfangalestarinnar „Wooden stacking train set“, frá framleiðandanum Vilac, sem var seld í verslunum Kids Coolship Iceland ehf.
Meira
29.9.2021

Bann við sölu á kertum hjá Samkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á gylltum og rauðgylltum kertum frá framleiðandanum Premier Decorations Ltd. sem seld voru í verslunum Samkaup. Á meðfylgjandi myndum má sjá þau kerti sem um ræðir.
Meira
29.9.2021

Hættulegar áfyllingar teknar úr umferð

Neytendastofa hefur síðustu mánuði skoðað yfir 2600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið var á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml.
Meira
27.9.2021

Gætið varúðar við kaup á öryggishliðum fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa vill benda neytendum á að gæta varúðar við kaup og notkun á öryggishliðum fyrir börn.
Meira
23.9.2021

Sameiginlegt átak í öryggi barnavara

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnanir í Evrópu þar sem skoðuð voru barnahreiður, svefnpokar og vöggur sem hægt er að festa við hjónarúm. Markmiðið með átakinu var að kanna öryggi í umhverfi mjög ungra barna. Strax í upphafi kom í ljós að ungbarnahreiður eru ekki mikið notuð í öðrum ríkjum, aðallega voru þau notuð á Norðurlöndunum. Jafnframt nota Skandínavíu löndin ekki svefnpoka fyrir börn til að sofa í á næturnar og hliðarvöggur eru ekki jafn vinsælar hjá öðrum þjóðum eins og hér. Neytendastofa skoðaði því ekki svefnpoka sem eru ætlaðir til að sofa í á næturnar og önnur ríki skoðuðu ekki hreiður.
Meira
20.9.2021

Viðskiptahættir Borgunar

Neytendastofu barst kvörtun frá Rapyd Europe hf. vegna viðskiptahátta Borgunar hf. Að mati Rapyd hafi Borgun viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti á þann hátt að starfsmenn Borgunar hafi nálgast viðskiptavini Rapyd undir fölskum formerkjum og talið þeim trú um að Borgun væri búið að kaupa greiðsluþjónustufyrirtækið sem viðskiptavinirnir væru í viðskiptum við.
Meira
17.9.2021

Fullyrðingar Orkunnar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Orkunnar. Auglýst var lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum.
Meira
17.9.2021

Hekla innkallar 105 Audi bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.
Meira
15.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á grímubúninga hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á grímubúningum frá framleiðandanum Disguise Inc. sem seldir voru í verslunum Hagkaups án CE-merkis. Á meðfylgjandi myndum eru umræddir búningar, en hið sama á við um aðra búninga frá sama framleiðanda sem bera ekki CE-merkið.
Meira
10.9.2021

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Gulla Arnar bakarí, Kjötbúðina, Kjötkompaní og Sælkerabúðina fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Meira
9.9.2021

Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Eyrnes

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á tjaldhúsi fyrir börn og ungbarnaleikteppi með píanói sem voru seld hjá Hópkaup.is. Eyrnes ehf. er innflytjandi varanna. Tjaldhúsið er samsett úr ýmsum smáum hlutum ásamt stórri ábreiðu sem börnin byggja sér hús úr. Ungbarna leikteppið er hins vegar útbúið rafhlöðuknúnu píanói með áföstum ramma og hangandi munum.
Meira
8.9.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 284 Toyota bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 284 Toyota bifreiðar af ýmsum gerðum af árgerð 2020 til 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að DCM kerfið virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.
Meira
8.9.2021

Samanburðarauglýsing Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsingar Múrbúðarinnar ehf. Í auglýsingunni var verð á Colorex Vagans 7 málningu Múrbúðarinnar borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu Húsasmiðjunnar á Íslandi og í Danmörku.
Meira
7.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á leikfanga kolkrabba frá BSV

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikfanginu „Reversible Octopus Plush“ sem var selt af BSV ehf. í gegnum vefsíðuna hopkaup.is. Leikfangið er í formi kolkrabba sem á að endurspegla í hvaða skapi notandi þess er. Kolkrabbinn Plush var seldur í fimm mismunandi litasamsetningum.
Meira
2.9.2021

Auglýsingar Heimkaups bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Heimkaups um fría heimsendingu. Í auglýsingunni sagði m.a. „frítt heim til þín á 2 tímum“, „Við erum tilbúin og sendum frítt til þín“ og „við sendum frítt.“ Skilyrði fyrir heimsendingunni voru þau að aðili væri staddur á höfuðborgarsvæðinu og keypti vörur fyrir að lágmarki 14.900 kr. (seinna 7.900 kr.) Þá var þjónustan undanskilin fyrir kaup á fyrirferðamiklum eða þungum vörum.
Meira
1.9.2021

BL ehf innkalla 86 Subaru VX bifreiðar

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.
Meira
TIL BAKA