Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.1.2017

Neytendur greiði ekki fyrir óumbeðnar vörur

Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að netverslunin Luxstyle Aps og Lux Internationla Sales Aps hafi sent neytendum óumbeðið vörur sem þeir hafa ekki pantað og krafist greiðslu fyrir. Sameiginleg eftirlitsnefnd neytendastofnana í EES - ríkjum (CPC-nefndin) fékk kvartanir frá fjölmörgum ríkjum. Fyrirtækin hafi sent neytendum vörur eftir að þeir einfaldlega höfðu skráð nafn sitt og heimilisfang á forsíðu vefverslunarinnar en höfðu hvorki pantað vöruna né gefið upp greiðslukortaupplýsingar.
Meira
25.1.2017

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Kizashi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 8 Suzuki Kizashi bifreiðum af árgerðum 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gæðaeftirlit sem Suzuki bifreiðar sæta af hendi framleiðanda gaf til kynna galla í gírskiptistokk fyrir sjálfskiptingu.
Meira
24.1.2017

Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga heimilt að nota auðkennið

Neytendastofu barst kvörtun frá Brú Venture Capital þar sem kvartað var yfir notkun Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Meira
24.1.2017

IKEA innkallar MYSINGSÖ strandstól vegna slysahættu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á strandstól. Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist.
Meira
23.1.2017

Markaðssetning á Dælunni og sumarleik N1

Neytendastofu barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. Skeljungur taldi að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum.
Meira
23.1.2017

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2016. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.
Meira
12.1.2017

Íslensk Bandarísk innkallar Jeep Renegade bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Íslensk – Bandarísk ehf um innköllun á tveimur Jeep Renegade bifreiðum, framleiðslutímabil 14.júní 2014 til og með 16. ágúst 2016.
Meira
TIL BAKA