Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

27.6.2024

Ákvörðun um skilmála og upplýsingagjöf vefsíðunnar flugbætur.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli Esju Legal, rekstraraðila vefsíðunnar flugbætur.is vegna upplýsingagjafar í skilmálum, viðskiptahátta félagsins og skort á upplýsingum um endanlegt verð.
Meira
26.6.2024

Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta

Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart sex fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import.
Meira
18.6.2024

Skilmálar unaðsvöruverslana

Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart tveimur fyrirtækjum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur til viðbótar. Stofnunin sendi upphaflega athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur nú lokið ákvörðun gagnvart verslunum Kinky og Scarlet með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum. Önnur mál eru enn til meðferðar.
Meira
11.6.2024

Snyrti- og hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
Meira
5.6.2024

Fullyrðingar um virkni Lifewave vara

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga Reykjavík Marketing, rekstraraðila vefsíðunnar healthi.is, um virkni Lifewave vara.
Meira
7.5.2024

Villandi umhverfisfullyrðingar

Norræn neytendayfirvöld hafa gefið út sameiginlega fréttatilkynningu vegna umhverfisfullyrðinga í markaðssetningu.
Meira
23.4.2024

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum í maí 2023. Þar á meðal var lögð 50.000 kr. sekt á verslun Vodafone í Smáralind.
Meira
10.4.2024

Tinder skuldbindur sig til að veita neytendum skýrar upplýsingar um persónusniðin verð

Í kjölfar samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hefur Tinder skuldbundið sig til að upplýsa neytendur um að afslættir sem félagið býður af verði úrvalsþjónustu sinnar séu persónusniðnir með sjálfvirkum hætti. Tinder notar sjálfvirkar aðferðir til að finna notendur sem hafa lítinn eða engan áhuga á úrvalsþjónustunni og býður þeim persónusniðinn afslátt. Það hefur verið metið ósanngjarnt að persónusníða afslætti án þess að upplýsa neytendur sérstaklega um það þar sem það getur komið í veg fyrir að neytendur hafi möguleika á að teka upplýsta ákvörðun.
Meira
27.3.2024

Brot Stjörnugríss gegn ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni.
Meira
15.2.2024

Merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum í mörgum tilvikum ófullnægjandi

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður samræmdrar skoðunar á færslum áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Verkefnið var unnið í samstarfi neytendayfirvalda í Evrópu og tók Neytendastofa þátt í verkefninu. Markmiðið var að sannreyna hvort áhrifavaldar merki auglýsingar eins og nauðsynlegt er samkvæmt neytendalöggjöf.
Meira
13.2.2024

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun um að Svens hafi brotið gegn auglýsingabanni á nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins. Svens kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.
Meira
12.2.2024

Skilmálar unaðsvöruverslana

Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur fyrirtækjum þar sem skilmálar eru ekki í samræmi við lög. Stofnunin sendi athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart verslunum Adam og Eva og Losti með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum. Önnur mál eru enn til meðferðar.
Meira
19.1.2024

Fullyrðingar Fitness Sport ehf. um lyfjavirkni CBD snyrtivara

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Fitness Sport ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar hjá félaginu. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is.
Meira
19.1.2024

Fullyrðingar Ozon ehf. um lyfjavirkni CBD, CBN og CBG snyrtivara

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Ozon ehf. vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD, CBN og CBG og eru seldar hjá félaginu. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook síðu félagsins og vefsíðum þess, hempliving.is og gottcbd.is.
Meira
TIL BAKA