Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
15.2.2024
Merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum í mörgum tilvikum ófullnægjandi
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður samræmdrar skoðunar á færslum áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Verkefnið var unnið í samstarfi neytendayfirvalda í Evrópu og tók Neytendastofa þátt í verkefninu. Markmiðið var að sannreyna hvort áhrifavaldar merki auglýsingar eins og nauðsynlegt er samkvæmt neytendalöggjöf.
Meira13.2.2024
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að Svens hafi brotið gegn auglýsingabanni á nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins. Svens kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.
Meira12.2.2024
Skilmálar unaðsvöruverslana
Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur fyrirtækjum þar sem skilmálar eru ekki í samræmi við lög. Stofnunin sendi athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart verslunum Adam og Eva og Losti með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum. Önnur mál eru enn til meðferðar.
Meira