Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

28.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kortaþjónustan ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að uppfæra ekki upplýsingar um keppinaut á heimasíðu fyrirtækisins.
Meira
20.11.2006

Áfýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Heimsferða ehf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 5/2006 vísað frá kæru Heimsferða ehf. í kjölfar ákvörðunar Neytendastofu. Neytendastofa, í ákvörðun nr. 9/2006, taldi Heimsferðir hafa brotið gegn alferðalögum með kröfu um viðbótargreiðslu fyrir ferð vegna gengisbreytinga.
Meira
6.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2006

Neytendastofa hefur bannað notkun firmanafnsins Garðar og vélar ehf. Stofnunin telur að veruleg hætta sé á að neytendur og viðskiptamenn villist á firmanöfnunum Garðvélar ehf. og Garðar og vélar ehf.
Meira
6.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2006

Neytendastofa telur ekki ástæðu til aðgerða í kjölfar kvörtunar Múrbúðarinnar ehf. og Gólflagna ehf. yfir notkun Steypustöðvarinnar ehf. (nú Mest ehf.) á orðunum múrbúð og gólflagnir.
Meira
3.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2006

Neytendastofa telur að Kjörís ehf. hafi með nafngiftinni „ís ársins" sem og með umbúðum íssins veitt rangar og villandi upplýsingar sem séu jafnframt ósanngjarnar gagnvart keppinautum.
Meira
TIL BAKA