Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

29.3.2022

Upplýsingar í auglýsingum NúNú lána ehf. um neytendalán

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsinga NúNú lána ehf. Ábendingarnar snéru annars vegar að auglýsingu félagsins og hins vegar upplýsingagjöf á vefsíðu þess.
Meira
21.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa taldi BPO Innheimtu hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með innheimtu krafna sem tilkomnar voru vegna smálánaskulda. Í ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að birting krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna bryti í bága við góða viðskiptahætti. Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði félaginu að viðhafa þessa viðskiptahætti og lagði á það stjórnvaldssekt.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest Skanva

Neytendastofa sektaði Skanva fyrir brot á útsölureglum og eldri ákvörðun stofnunarinnar með kynningum um 35% lægra netverð. Neytendastofa fór fram á að félagið sannaði að verðlækkunin væri raunveruleg en Skanva lagði ekki fram fullnægjandi gögn eða sýndi fram á það með öðrum fullnægjandi hætti að vörurnar hefðu verið seldar á hærra verði áður en verð þeirra lækkaði.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði bann við sölu og afhendingu á kertum sem seld voru í verslunum Samkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi kertanna.
Meira
TIL BAKA