Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
26.7.2023
Nýja Vínbúðin sektuð
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
Meira25.7.2023
Ólögmætar auglýsingar Svens á nikótínvörum
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gegn Svens ehf. vegna auglýsinga á nikótínvörum. Í ákvörðuninni er annars vegar fjallað um auglýsingar framan á verslunum Svens og hins vegar auglýsingar sem voru birtar á samfélagsmiðlum.
Meira19.7.2023
Endurgreiðsla flugmiða sem keyptir eru af ferðaskrifstofum á netinu
Neytendastofa vekur athygli á að í kjölfar viðræðna við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa þrjár stórar ferðaskrifstofur á netinu skuldbundið sig til að upplýsa neytendur betur ef flugi er aflýst og að flytja endurgreiðslur til neytenda frá flugfélögum innan sjö daga. Þetta þýðir að neytendur fá endurgreitt innan 14 daga frá því að fluginu er aflýst.
Meira10.7.2023
Ólavía og Oliver og Penninn í Mjódd sektuð
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í smærri verslunarkjörnum á höfuðborgarsvæðinu í lok maí s.l. Farið var í 40 verslanir og skoðað hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningarglugga. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 12 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
Meira5.7.2023
Ekki tilefni til athugasemda vegna heitanna Fríhöfn og Duty Free
Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 13/2021 var ákvörðun Neytendastofu um notkun Fríhafnarinnar á heitunum „duty Free“ og „fríhöfn“ felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar. Niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála byggði á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins.
Meira4.7.2023
Verðmerkingar á vefsíðu Nettó
Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna verðmerkinga Samkaupa hf. í vefverslun Nettó þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni.
Meira3.7.2023
Birta CBD ehf. sektað vegna fullyrðinga á vefsíðunni birtacbd.is
Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna fullyrðinga um virkni snyrtivara á vefsíðu Birtu CBD ásamt framsetningu auglýsinga og kynninga á vefsíðunni.
Meira