Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.12.2020
Sýnið varúð um áramótin
Neytendastofa hefur í samstarfi með lögreglunni farið í eftirliti á 17 sölustöðum skotelda. Neytendastofa setti tímabundið sölubann á nokkrum stöðum vegna magn púðurs í skotkökum en við nánari skoðun reyndust kökurnar uppfylla öll skilyrði og því var bönnunum aflét
Meira30.12.2020
Auðkennið NORDIC CAMPERS
Neytendastofu barst kvörtun frá Nordic Campers AS og Nordic Campers ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Nordic Car Rental ehf. á auðkenninu NORDIC CAMPERS. Í kvörtuninni er rakið að Nordic Campers telji notkun Nordic Car Rental á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Nordic Campers og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum.
Meira29.12.2020
Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Extrakaup
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikföngunum bleik og blá Hello Kittý, „Double Decker“ tréleikfangi, „SUPER HERO“ hömrum, með mynd af The Avengers, „SUPER HERO“ leikfangakall sem lítur út eins og Black Panther ofurhetja og „LAUNCHING MISSILE“ leikfangaköllum sem voru seld í versluninni Extrakaup við Hverfisgötu.
Meira28.12.2020
Viðskiptahættir Borgunar ekki taldir villandi
Neytendastofu barst kvörtun frá Valitor vegna rangra og villandi staðhæfinga í tilkynningu Borgunar sem send var viðskiptavinum. Í tilkynningunni kom fram að hætt yrði að taka á móti nokkrum tegundum greiðslukorta með tilteknum posa frá Valitor og því þyrfti að skipta um posa til þess að tryggja áframhaldandi móttöku kortanna. Þá kvartaði Valitor einnig yfir röngum og villandi fullyrðingum í auglýsingu Borgunar á Já.is þar sem fullyrt var að Borgun væri eina fyrirtækið á landinu sem bjóði upp á heildarlausn í greiðslumiðlun.
Meira28.12.2020
Fiskars Brands innkalla toppsög
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fiskars Brands Inc. um að innkalla þurfi toppsagir frá fyrirtækinu. Um er að ræða toppsagir sem notaðar eru til að snyrta trjátoppa. Varan sem hér um ræðir hefur módelnúmerið 9440. Umræddar toppsagir voru í sölu hjá Costco á árinu 2019 og 2020.
Meira23.12.2020
Gleðilega hátið
Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Meira23.12.2020
Duldar auglýsingar bannaðar
Neytendastofa hefur bannað duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum í tengslum við vöru frá Sætum Syndum.
Neytendastofu bárust ábendingar um færslur á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem að hugsanlega væri um duldar auglýsingar að ræða. Í færslunum var fjallað um vöruna „High tea“ frá Sætum Syndum ýmist með myndum af vörunni eða öðrum að njóta vörunnar. Við meðferð málsins kom fram að varan var gjöf frá Sætum Syndum en færslurnar voru hvorki merktar sem auglýsing né að um væri að ræða kostaða umfjöllun. Það eina sem gefa átti til kynna að um gjöf væri að ræð var að Instagram síða Sætra Synda var tengd við fyrstu færsluna.
Meira22.12.2020
Fullyrðingar Dælunnar bannaðar
Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar voru í markaðsherferð Dælunnar um lægsta meðalverð íslenskra olíufélaga og besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni þar sem stofnunin taldi þær ósannaðar.
Neytendastofa taldi framsetningu auglýsinganna og afdráttarlausar fullyrðingarnar
Meira21.12.2020
Innköllun á bangsagalla vegna kyrkingahættu
Neytendastofa vill benda á innköllun Palmas ehf., rekstraraðila vefverslunarinnar ronjaverslun.is, á vörunni „Bangsagalli“ frá Baby Powder. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Er varan samansett af hettupeysu og buxum fyrir börn
Meira21.12.2020
Hættuleg pikkler leikfangaklifurgrind innkölluð
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangaklifurgrind (pikkler) frá Sigurði Valgeirssyni. Við prófun á klifurgrindinni kom í ljós að leikfangið er ekki öruggt fyrir börn vegna hönnunargalla. Leikfangið felur í sér hengingarhættu þar sem börn geta fest höfuðið á milli rimla á klifurgrindinni, auk þess er grindin völt og getur við notkun oltið á hliðina. Leikfangið var ekki CE merkt né með aðrar viðeigandi merkingar eða leiðbeiningar. Þá var ekki hægt að sjá að klifurgrindin hefði verið prófuð til að athuga hvort að leikfangið uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfangaklifurgrinda.
Meira18.12.2020
Ekki versla leikföng sem eru ekki CE merkt
Neytendastofa vill ítreka að það getur verið á markaðnum hættuleg leikföng. Neytendastofa hefur fengið mikið af ábendingum um leikföng sem eru ekki CE merkt og þó nokkuð hefur verið um að innkölluð leikföng hafa verið seld á erlendum vefsíðum eins og ebay og Amazon
Meira16.12.2020
Innköllun á „3M“ andlitsgrímum
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í Lyf og heilsu, Apótekaranum og Lyfju. Innflutningsaðili vörunnar hér á landi er S. Gunnbjörnsson ehf. Svo virðist sem maskarnir séu ranglega merktir fyrirtækinu 3M.
Meira16.12.2020
Sameiginlegt átak neytendastofnanna í Evrópu með öryggi barnaleikfanga
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinu þar sem skoðuð voru um 7500 leikföng sem eru kreist (e. squeeze toys), fingramálning og blöðrur. Markmiðið verkefnisins var að skoða hvort að það væru leikföng til sölu sem innihéldu of hátt hlutfall nítrósamína eða efna sem geta umbreyst í nítrósamínur en slík efni eru talin mjög krabbameinsvaldandi. Þá voru merkingar á umbúðum varanna athugaðar.
Meira10.12.2020
Partýbúðin innkallar gular blöðrur
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Partýbúðinni um innköllun á gulum „Premium Line – Yellow“ blöðrum frá Amscan. Eftir að Neytendastofa lét prófa blöðrurnar kom í ljós að þær innihéldu of mikið af nítrósamínum sem eru efni sem geta valdið krabbameini komist það í snertingu við húð. Neytendastofa lét kanna fleiri liti frá sama framleiðanda sem voru í lagi. Vörunúmer blaðranna sem um ræðir er. INT995509, og lotunúmerið er 19105.
Meira10.12.2020
Toyota innkallar 149 Hilux
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 149 Toyota Hilux bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremskukerfi
Meira8.12.2020
Nordic Games innkallar þrjú þroskaleikföng
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games ehf. um innköllun á þremur þroskaleikföngum úr tré vegna köfnunarhættu. Tvö þeirra eru frá framleiðandanum JANOD, myndavél og hund sem hægt er að draga áfram í bandi. Smáir hlutir geta losnað af leikföngunum og valdið köfnunarhættu. Einnig er þroskaleikfang frá framleiðandanum Jouratoys innkallað af Sophie gíraffa
Meira7.12.2020
Reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar
Neytendastofa hefur birt nýjar reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar. Reglurnar koma í stað eldri reglna um verðmerkingar á eldsneyti fyrir bifreiðar auk þess sem þær innleiða tilskipun 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732 þar sem fjallað er um verðsamanburð og merkingar.
Meira4.12.2020
Góð ráð við val á leikföngum
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
Meira3.12.2020
Samfélagsgrímur eiga ekki að vera CE-merktar
Neytendastofa vill vekja athygli á að andlitsgrímur eru mismunandi eftir tegundum. Þær sem eru algengastar eru svokallaðar samfélagsgrímur. Andlitsgrímur sem eru búnar til úr textíl eins og bómull eða pólýester eru dæmi um samfélagsgrímur. Slíkar grímur uppfylla ekki kröfur um öryggi til samræmis við CE merktar grímur þó svo að um marglaga grímur sé að ræða.
Meira