Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

25.1.2022

Viðskiptahættir Stóru bílasölunnar ehf.

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Stóru bílasölunnar ehf. um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingar félagsins „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ ásamt verðsamanburð við ótilgreint listaverð hjá umboði.
Meira
21.1.2022

Frávísun mála – Málsmeðferð Neytendastofu

Neytendastofa vísaði 11 erindum frá án eflislegrar meðferðar á árinu 2021 sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Fjölgun frávísunar mála á rætur að rekja til lagabreytingar sem gerð var árið 2020 sem kveður á um að Neytendastofa ákveði hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar.
Meira
17.1.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Flekaskilum ehf. Í erindinu var kvartað yfir auglýsingum keppinautar á hótelbókunarkerfi.
Meira
TIL BAKA