Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

20.1.2023

Neytendastofa gerir athugun á skilmálum tölvuverslana

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athuganir á því hvort tölvuverslanir sem selja vörur sínar m.a. í gegnum vefverslanir uppfylltu kröfur um upplýsingagjöf til neytenda í samræmi við ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016. Í þetta skiptið lagði stofnunin áherslu á birtingu upplýsinga um réttinn til að falla frá samningi og skyldu til að birta upplýsingar um lögbundinn rétt neytenda þegar söluhlutur reynist gallaður. Fyrirtæki þau sem voru til skoðunar voru Origo, Epli, Tölvutek, Tölvulistinn, Elko, Kísildalur, Computer.is, Opin Kerfi og Macland.
Meira
TIL BAKA