Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
22.5.2023
Verslanir í Kringlunni og Smáralind sektaðar
Neytendastofa hefur sektað verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Stofnunin fór í febrúarmánuði og kannaði ástand verðmerkinga í verslunarmiðstöðvunum. Við fyrri skoðun var farið í 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í versluninni, í sýningarglugga eða bæði.
Meira19.5.2023
Frávísun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa vísaði frá kvörtun Ungmennafélags Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenni sínu. Í ákvörðuninni fjallaði Neytendastofa um að kvörtunin hefði takmörkuð áhrif á heildarhagsmuni neytenda og yrði því ekki tekið til efnislegrar meðferðar hjá stofnuninni.
Meira17.5.2023
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa sektaði Cromwell Rugs fyrir villandi auglýsingar í apríl 2022. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með auglýsingum um að vörur yrðu aðeins fáanlegar í mjög stuttan tíma, að félagið væri að hætta verslun og um það bil að flytja sig um set. Þá gerði stofnunin athugasemdir við að endanlegt verð væri ekki birt í auglýsingum.
Meira15.5.2023
Villandi auglýsingar ÓB um afslátt af eldsneyti
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Olís ehf., vegna auglýsinga um afslátt á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB.
Meira10.5.2023
Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu.
Meira3.5.2023
Loftslagsdagurinn 2023
Neytendastofa tekur þátt í Loftslagsdeginum 2023 sem fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi.
Á Loftslagsdeginum koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli.
Meira