Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.11.2020

34 nýir vigtarmenn

Námskeið vigtarmanna, almennt grunnnámskeið og endurmenntunarnámskeið, sem frestað hafði verið í október voru haldin í nóvember. Neytendastofa sá til þess að farið var eftir sóttvarnaraðgerðum. Einungis sex af 34 þátttakendum á almenna grunnnámskeiðinu sátu í kennslustofu Neytendastofu í Reykjavík en námskeiðinu síðan streymt á ellefu aðra staði víðsvegar um landið.
Meira
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfesti ákvörðun Neytendastofu.

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Íslandsbanka vegna upplýsinga sem fram koma í lánssamningi og stöðluðu eyðublaði. Þar komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingum m.a. um það hvaða þættir geti haft áhrif á vaxtabreytingar.
Meira
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa bannaði Sýn birtingu fullyrðingar um að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins með ákvörðun nr. 57/2019.
Meira
19.11.2020

Auðkennið NORÐURHÚS

Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í kvörtuninni kemur fram að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999 . Auðkennið sé ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Notkunin feli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu sé að ræða.
Meira
19.11.2020

Askja ehf innkallar 40 Mercedes-Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum, C-Class, GLC og EQG. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að möguleiki e rfyrir því að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda. Skemmdir í raflögnum geta valdið truflunum á rafmangnsstýrinu.
Meira
11.11.2020

Innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games um innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“ frá framleiðandanum Juratoys (sjá myndir með frétt). Nordic Games er innflytjandi vörunnar. Umræddur lúður var í sölu hjá Hagkaup, Heimkaup, Margt og Mikið og Bókaverslun Breiðarfjarðar.
Meira
10.11.2020

Hyundai á Íslandi innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 420 Hyundai Kona EV bifreiðar af árgerð 2018- 2020. Innköllun fellst í ísetningu á nýjum hugbúnaði fyrir háspennurafhlöðu bílsins
Meira
9.11.2020

Upplýsingar á vefverslunum ekki í lagi

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum vefverslana sem selja fatnað, húsgögn eða raftæki. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
Meira
6.11.2020

Drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti. Í regludrögunum er fjallað um verð og verðsamanburð á mismunandi bifreiðaeldsneyti auk merkinga á áfyllingarlokum og handbókum bifreiða. Reglur þessar innleiða 7. gr. tilskipunar 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732.
Meira
TIL BAKA